Þýskir og enskir miðlar velta því nú fyrir sér hvort hið ótrúlega gæti gerst, að Jurgen Klopp taki við Borussia Dortmund nú í sumar.
Það var greint frá því nokkuð óvænt í dag að Edin Terzic væri hættur sem stjóri Dortmund.
Klopp ákvað að hætta með Liverpool á dögunum tilað taka sér frí en ef fyrri ummæli hans eru skoðuð gæti Dortmund reynt að freista hans.
„Ef liðinu vantar hjálp, af hverju ætti ég ekki að gera það,“ sagði Klopp í bókinni Real Love – A life with Borussia Dortmund.
Um er að ræða bók sen Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður liðsins gaf út. „Það væri gaman að fá tækifæri til að hjálpa félaginu, það er þó ekki líklegt.“
Það er þó talið nánast útilokað að Dortmund geti fengið Klopp úr fríinu en hann ætlar að vera í sólinni á Spáni næstu mánuði.