fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2024 11:30

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu telur að Hákon Rafn Valdimarsson muni ekki fá tækifæri í liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Aron dásamar Hákon sem er orðinn markvörður íslenska landsliðsins en hann samdi við Brentford í janúar.

Hákon hefur ekkert spilað síðustu sex mánuði en Aron telur að hann sé maður framtíðarinnar hjá Brentford.

„Ég er mjög ánægður með Hákon, hann hefur komið sterkur inn í þetta og það er kraftur í honum,“ sagði Aron Einar í Þungavigtinni.

„Hann er með þannig hugarfar, ég reikna ekki með því að hann spili í ensku úrvalsdeildinni í ár.“

Aron segir að Hákon sé flottur karakter. „Það kæmi mér samt ekki á óvart, ég dýrka hann. Hann er óhræddur við allt, það kæmi mér ekki á óvart. Hann er samt keyptur fyrir framtíðina.“

Aron hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla og var spurður að því hvort það vantaði fleiri sterka karaktera í þennan hóp „Það er undir okkur komið að búa til karaktera sem taka ábyrgð, við sem erum með reynslu þurfum að taka það til okkur. Við getum búið til karaktera, ég hef fulla trú á því að menn stígi upp í það verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum