fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Myndband af óhugnanlegri árás á Spáni fer eins og eldur í sinu – Fórnarlambið er vel þekktur maður

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

62 ára gamall skemmtistaðaeigandi var kýldur til jarðar á Ibiza aðfaranótt miðvikudags. Myndband af þessu hefur farið eins og eldur í sinu, en maðurinn er Wayne Lineker, bróðir fyrrum landsliðsmannsins og sjónvarpsstjörnunnar Gary Lineker.

Enskir miðlar segja að Wayne hafi orðið fyrir árásinni eftir orðaskipti við nokkurra manna hóp. Eiga þeir að hafa verið óviðeigandi við konu sem Wayne þekkti og er á þrítugsaldri.

Wayne Lineker er fyrir miðju.

Var hann fremur illa haldinn eftir höggið, var blóðugur og steinlá í sex mínútur. Lögregla mætti á svæðið en á endanum yfirgaf Wayne svæðið í leigubíl.

Wayne er þekktur í skemmtanabransanum á Ibiza og fleiri spænskum eyjum, þar sem hann á fjölda skemmtistaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum