fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Maðurinn sem United er að bíða eftir fór á fund með öðru félagi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Ashworth var settur til hliðar hjá Newcastle eftir að hafa gert samkomulag við Manchester United um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála.

Ashworth hefur verið í fríi frá störfum í nokkra mánuði en United hefur ekki náð samkomulagi við Newcastle um kaupverð.

Eitthvað gæti þó farið að breytast því nú er sagt frá því að Wolves hafi fundað með Ashworth.

Ashworth fundaði með stjórnarformanni Wolves og vekur það athygli í ljósi þess að hann hefur samið við United.

United hefur ekki viljað borga meira en 2 milljónir punda en Newcastle vill miklu hærri upphæð en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool