Dan Ashworth var settur til hliðar hjá Newcastle eftir að hafa gert samkomulag við Manchester United um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála.
Ashworth hefur verið í fríi frá störfum í nokkra mánuði en United hefur ekki náð samkomulagi við Newcastle um kaupverð.
Eitthvað gæti þó farið að breytast því nú er sagt frá því að Wolves hafi fundað með Ashworth.
Ashworth fundaði með stjórnarformanni Wolves og vekur það athygli í ljósi þess að hann hefur samið við United.
United hefur ekki viljað borga meira en 2 milljónir punda en Newcastle vill miklu hærri upphæð en það.