Gazzetta dello Sport, hið virta ítalska blað, segir að stórliðin Inter og Tottenham gætu beðið með að reyna að fá Albert Guðmundsson frá Genoa í sumar vegna máls á hendur honum.
Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en málið var síðar látið niður falla hjá héraðssaksóknara. Þeirri ákvörðun var hins vegar áfrýjað og ríkissaksóknari tók þá ákvörðun að Albert yrði ákærður.
Albert fór á kostum með Genoa á síðustu leiktíð og hefur í kjölfarið verið orðaður við fjöldan allan af stórliðum. Undanfarið hafa Inter og Tottenham hvað helst verið nefnd til sögunnar.
Málið gæti hins vegar haft áhrif á áhuga þeirra eftir því sem kemur fram í ítölskum miðlum í dag.