Það kom mörgum á óvart að Jack Grealish skildi ekki vera valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi. Knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefði tekið hann með.
Grealish átti ekki sitt besta tímabil með Manchester City og var að lokum ekki valinn í hóp Gareth Southgate.
Rooney segir nóg af leikmönnum sem geti spilað úti hægra megin og því hefði hann tekið Grealish í stað Jarrod Bowen, leikmanns West Ham.
„Ég hefði tekið Grealish með. Bowen er úti hægra megin en Saka, Palmer og Foden geta allir spilað þar. Ég hefði því tekið Grealish í stað Bowen,“ segir Rooney.
England hefur leik á EM á sunnudag, þegar liðið mætir Serbum.