Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, sagði nýlega frá reynslu sinni af fyrstu ferð sinni með Leeds á yngri árum.
Hinn 44 ára gamli Robinson á 41 A-landsleik að baki fyrir Englands hönd og lék þá yfir 400 leiki fyrir Leeds, Tottenham, Blackburn og Burnley. Hann var fyrst hjá Leeds og lenti þar í skrautlegri uppákomu þegar hann ferðaðist með liðinu í fyrsta sinn.
„Fyrsti herbergisfélagi minn var David Wehterall, stjóri miðvörðurinn,“ segir Robinson, en Wehterall lék yfir 200 leiki fyrir Leeds.
„Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Við vorum í pínulitlu herbergi með tveimur rúmum í. Við borðuðum kvöldmat niðri klukkan sjö og svo fór ég að pæla hvað við ætluðum að gera næst. Klukkan níu slökkti hann ljósin,“ sagði Robinson, sem skildi ekkert í þessu.
„Þá sagðist hann vera að fara að sofa. Ég lá í rúminu í þrjá tíma og vissi ekkert hvað ég ætti að gera.“
Robinson segir leikmenn í dag fá meira pláss út af fyrir sig og að það sé mjög mikilvægt.