Miklar vonir eru bundnar við heimamenn í Þýskalandi. „Það eru spennandi leikmenn í þessu liði, eins og Florian Wirtz og Jamal Musiala,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.
„Það er svolítið offramboð af hæfileikaríkum miðjumönnum. Þeir væru alveg til í að vera með meira jafnvægi í þessu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þá og bætir við að pressa sé á heimsmeisturunum síðan 2014 að fara að gera eitthvað á ný.
„Þeir hafa verið vonbrigði síðan 2014. Þeir voru í ruglinu í Rússlandi, hafa ekki farið upp úr riðlinum tvö heimsmeistaramót í röð. Þeir eru komnir á heimavöll og komnir með nýtt lið, þó það séu leyfar af því gamla. Svo eru Musiala og Wirtz. Þeir eiga alltaf að fara í 8-liða úrslit á Evrópumóti. Svo núna eru þeir á heimavelli og þú veist aldrei.“
En hvaða lið er líklegast til að fylgja Þjóðverjum upp úr riðlinum.
„Sviss. Reynsla og hafa gert þetta allir áður. Þá vantar alvöru senter. Þeir eru aldrei með senter í toppklassa,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Hörður benti á að lítið hafi breyst í svissneska hópnum.
„Ég fór yfir hópinn þeirra og fannst eins og ég væri að lesa upp hópinn gegn Íslandi 2013,“ sagði hann en tók fram að hann hefði líka trú á Skotum í þessum riðli.
„Ef ég horfi á undankeppnina finnst mér Skotar alveg getað „challengað“ Sviss. Þeir eiga geðveika undankeppni. “
Þýskaland
Lykilmaðurinn – Toni Kroos
Gaman að fylgjast með – Jamal Musiala
Skotland
Lykilmaðurinn – Scott McTominay
Gaman að fylgjast með – Grant Hanley
Ungverjaland
Lykilmaðurinn – Dominik Szoboszlai
Gaman að fylgjast með – Milos Kerkez
Sviss
Lykilmaðurinn – Granit Xhaka
Gaman að fylgjast með – Zeki Amdouni