fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Fellir þetta heimamenn í sumar? – „Það er svolítið offramboð“

433
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is var hitað rækilega upp fyrir EM í Þýskalandi. Við hefjum leik á A-riðli þar sem gestgjafar Þjóðverja, Skotland, Ungverjaland og Sviss eru.

Miklar vonir eru bundnar við heimamenn í Þýskalandi. „Það eru spennandi leikmenn í þessu liði, eins og Florian Wirtz og Jamal Musiala,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.

„Það er svolítið offramboð af hæfileikaríkum miðjumönnum. Þeir væru alveg til í að vera með meira jafnvægi í þessu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson þá og bætir við að pressa sé á heimsmeisturunum síðan 2014 að fara að gera eitthvað á ný.

„Þeir hafa verið vonbrigði síðan 2014. Þeir voru í ruglinu í Rússlandi, hafa ekki farið upp úr riðlinum tvö heimsmeistaramót í röð. Þeir eru komnir á heimavöll og komnir með nýtt lið, þó það séu leyfar af því gamla. Svo eru Musiala og Wirtz. Þeir eiga alltaf að fara í 8-liða úrslit á Evrópumóti. Svo núna eru þeir á heimavelli og þú veist aldrei.“

video
play-sharp-fill

En hvaða lið er líklegast til að fylgja Þjóðverjum upp úr riðlinum.

„Sviss. Reynsla og hafa gert þetta allir áður. Þá vantar alvöru senter. Þeir eru aldrei með senter í toppklassa,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Hörður benti á að lítið hafi breyst í svissneska hópnum.

„Ég fór yfir hópinn þeirra og fannst eins og ég væri að lesa upp hópinn gegn Íslandi 2013,“ sagði hann en tók fram að hann hefði líka trú á Skotum í þessum riðli.

„Ef ég horfi á undankeppnina finnst mér Skotar alveg getað „challengað“ Sviss. Þeir eiga geðveika undankeppni. “

Þýskaland
Lykilmaðurinn – Toni Kroos
Gaman að fylgjast með – Jamal Musiala

Toni Kroos. Getty Images

Skotland
Lykilmaðurinn – Scott McTominay
Gaman að fylgjast með – Grant Hanley

Gamli góði Grant Hanley í baráttunni við enska landsliðið 2021. Mynd/Getty

Ungverjaland
Lykilmaðurinn – Dominik Szoboszlai
Gaman að fylgjast með – Milos Kerkez

Dominik Szoboszlai þarf að vera góður fyrir Ungverja.

Sviss
Lykilmaðurinn – Granit Xhaka
Gaman að fylgjast með – Zeki Amdouni

Xhaka hefur sjaldan verið betri. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
Hide picture