fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Danijel Dejan Djuric í tveggja leikja bann fyrir að kasta brúsa í stuðningsmenn Blika

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 17:57

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir hegðun sína eftir leik gegn Breiðabliki á dögunum. Félag hans hefur þá verið sektað um 50 þúsund krónur fyrir hegðun stuðningsnmanna þess á leiknum.

Aganefndin tók málið fyrir í dag og var þar stuðst við frásögn eftirlitsmanns KSÍ á leiknum. Hljóðaði hún svona:

„Varðandi framkomu aðkomuliðs gerðist leikmaður nr. 19 sekur um að kasta vatnsbrúsa sem hann tók upp við hlaupabraut í stuðningsmenn heimaliðs sem voru uppi í stúkunni. Atvikið átti sér stað að leik loknum og leikmenn á leið til búningsklefa. Atvik átti sér stað er aðkomulið jafnaði leikinn að áhangendur Víkinga kveiktu í bengal blysi og vörpuðu úr stúkunni. Ekki er hægt að horfa framhjá því hversu hættuleg slík blys eru og geta hæglega myndað alvarlegan eld.“

Í úrskurði aganefndar er einnig birt greinagerð Víkings. Þar er bent á að ókvæðisorðum úr stúkunni hafi verið beint að Danijel í aðdraganda atviksins. Einnig að það hafi tíðkast að stuðningsmenn séu með blys hér á landi án þess að nokkuð sé í því gert. Að því sögðu hljóðar niðurstaða aganefndar svona:

„Að teknu tilliti til greinargerðar Víkings R. og annarra fyrirliggjandi gagna er það álit agaog úrskurðarnefndar að framkoma áhorfenda Víkings R. sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns á leik liðsins við Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg öðrum áhorfendum á leiknum. Samkvæmt því fellur framkoma áhorfenda Víkings R. undir grein 13.9.d) reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Með vísan til þessa hefur aga- og úrskurðarnefnd ákveðið að sekta knattspyrnudeild Víkings R. um kr. 50.000,-.

Hvað varðar framkomu leikmanns Víkings R., Danijel Dejan Djuric,sem lýst er í fyrrnefndri skýrslu eftirlitsmanns, er það mat aga- og úrskurðarnefndar að framkoma leikmanns hafi verið alvarleg og óíþróttamannsleg. Hefur nefndin því ákveðið, með vísan til ákvæða 13.9.f) reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál og grein 44.2 c) laga KSÍ að úrskurða Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings R. í mfl. karla, í tveggja leikja bann í Íslandsmóti. Leikbann Danijel Dejan Djuric tekur gildi kl. 12 á morgun miðvikudag 12. júní 2024, sbr. grein 9.2.“

Úrskurðurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar