Jude Bellingham er metin á meira en sex leikmannahópar sem taka þátt á EM í Þýskalandi til samans.
Vakin er athygli á þessu í enskum miðlum í dag, en nýlega var virði hvers leikmannahóps þeirra 24 liða sem taka þátt á EM birt.
Meira
Þetta eru verðmætustu hóparnir á EM – Danir komast á blað
Bellingham, sem var keyptur til Real Madrid frá Dortmund síðasta sumar, er metinn á 153 milljónir punda og þar með eru leikmannahópar sex þjóða metnir á minna.
Þeir eru eftirfarandi:
Rúmenía – 78 milljónir punda
Albanía – 95 milljónir punda
Slóvenía – 123 milljónir punda
Slóvakía – 133 milljónir punda
Georgía – 136 milljónir punda
Ungverjaland – 140 milljónir punda