fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Atburðir föstudagsins vöktu Önnu til umhugsunar – Spyr hvenær Íslendingar megi sætta sig við þetta

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 18:30

Anna Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur og Tenerife-búi, sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag. Þar kom hún inn á sigur íslenska karlalandsliðsins gegn því enska í vináttuleik fyrir helgi.

Ísland kom öllum á óvart og vann 0-1 sigur á Wembley. Jón Dagur Þorsteinsson gerði markið. Anna, eins og aðrir Íslendingar, fagnaði sigrinum.

„Um daginn spiluðu Íslendingar vináttulandsleik við England og unnu glæsilegan sigur. Bretar sem horfðu á leikinn skildu ekkert í því hvaða lið var að vinna þá enda merkt sem ISL á skjánum þeirra. Að sjálfsögðu urðu þeir alveg miður sín yfir ósigrinum, en svo kom í ljós að leikurinn var gegn Iceland, einni stærstu verslanakeðju Englands og þá tóku þeir gleði sína á ný, nokkrir þeirra heilsuðu mér meira að segja á sunnudagskvöldi á Búkkanum og Sandy´s bar, vitandi það að ég var frá Íslandi en ekki frá verslanakeðjunni Iceland sem var ranglega merkt sem ISL á skjánum þeirra, en sem hafði unnið England í fótboltaleik á föstudagskvöldið,“ grínast Anna góðlátlega í pistli sínum.

Anna furðar sig þó á því að Ísland sé kallað „Iceland“ á ensku, en sé ekki skrifað eins og á mörgum öðrum tungumálum.

„Hvenær megum við Íslendingar sætta okkur við að landið okkar heitir Ísland, en ekki Iceland? Það heitir Island á norðurlandamálum og þýsku, Ijsland á hollensku, Islandia á spænsku, Islande á frönsku og Izland á ungversku og samt tölum við alltaf um eitthvað Æsland ritað sem Iceland á útlensku. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég á milli ferðamannaverslana í Reykjavík leitandi að einhverju sem minnti á Ísland, en fann bara ensku verslanakeðjuna Iceland. Þetta var nöldur dagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl