Ole Gunnar Solskjær er sagður vilja fá þrjá fyrrum lærisveina sína hjá Manchester United til Leicester í sumar.
Miklar líkur eru á að Solskjær taki við Leicester á næstu dögum ef marka má heimildir enskra miðla.
Solskjær vann hjá Manchester United í nokkur ár en var látinn taka poka sinn fyrir um þremur árum.
Solskjær horfir til að mynda til Jesse Lingard sem spilar með FC Seoul í Suður Kóreu í dag en þar hafa hlutirnir ekki gengið upp.
Omari Forson er einnig á lista Solskjær en hann er efnilegur framherji sem er enn ekki búinn að framlengja.
Sá þriðji er Aaron Wan-Bissaka sem gæti reynst nokkuð dýr en hann er ekki lengur fyrsti kostur í bakvörðinn á Old Trafford.