Það eru margir í London sem munu sakna varnarmannsins Thiago Silva sem lék í fjögur ár hjá Chelsea.
Silva var vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann ákvað fyrr á árinu að semja við Fluminese í Brasilíu.
Þessi 39 ára gamli leikmaður hóf ferilinn hjá Fluminese sem krakki og lék svo einnig fyrir aðalliðið frá 2006 til 2009.
50 þúsund manns voru mættir til að bjóða goðsögnina velkomna í heimalandinu fyrir helgi sem er enginn smá fjöldi.
Silva er brasilísk goðsögn en hann lék 113 landsleiki á 14 árum og spilaði einnig fyrir lið eins og AC Milan og Paris Saint-Germain.
O Monstro foi recebido assim! 50 mil vozes por você e por nossas cores!
Thiago Silva é rei! pic.twitter.com/PrCmlzf7qb
— Fluminense F.C. (@FluminenseFC) June 7, 2024