James Trafford var talinn einn versti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar síðasta vetur en hann er þó eftirsóttur af stórliði í sömu deild.
Frá þessu greinir the Daily Mail en miðillinn segir að Newcastle sé reiðubúið að borga 16 milljónir punda fyrir strákinn.
Trafford er 21 árs gamall og spilaði 28 deildarleiki með Burnley í vetur áður en hann missti sæti sitt.
Burnley féll úr efstu deild og vill Newcastle fá Englendinginn sem varamarkvörð fyrir Nick Pope fyrir næstu leiktíð.
Trafford var áður á mála hjá Manchester City og kostaði 15 milljónir punda fyrir aðeins ári síðan.