Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Nú er landsleikhjahlé í Bestu deild karla. Margir hafa furðað sig á þessu þar sem ekki eru margir leikmenn í deildinni sem eru landsliðsmenn.
„Þetta fellur um sjálft sig þegar það er verið að spila í bikarnum á sunnudag, þar nær fíflagangurinn hámarki,“ sagði Andri, en þar mætir tekur Keflavík á móti Val.
„Mér finnst þetta skrýtið, ég myndi vilja að það væri spilað þarna. Sérstaklega ef við lendum í eins og með Blika í fyrra, að Víkingur fari langt í Evrópu, þá lendum við ekki aftur í því,“ sagði Hrafnkell um málið.
Umræðan í heild er í spilaranum.