Margar enskar stjörnur fengu falleinkunn fyrir frammistöðu sína gegn Íslandi í vináttulandsleik í gær.
Ísland kom mörgum á óvart og vann England 1-0 á Wembley en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina markið.
The Sun gaf leikmönnum Englands ansi harkalega einkunn en nokkrir komu þó ágætlega út eftir lokaflautið.
Stórstjörnur á borð við Kyle Walker, John Stones, Harry Kane og Bukayo Saka fengu allir fimm í einkunn.
Kobbie Mainoo var talinn besti maður Englands að mati Sun en hann fékk sjö fyrir sína frammistöðu á miðjunni.
Varnarmaðurinn Marc Guehi fékk einnig sjö fyrir sína frammistöðu og þá var markmaðurinn Aaron Ramsdale á meðal þeirra sem fengu fimmu.
Aðrir miðlar taka undir þessa einkunnagjöf Sun en Independent setur fjarka á Kane sem er talinn einn besti sóknarmaður heims.