fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Leikmaður Englands sagður hafa heimtað fund – Southgate reyndi sitt besta til að svara fyrir sig

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 13:00

DOHA, QATAR - NOVEMBER 20: Manager Gareth Southgate shares a joke during the England Training Session at on November 20, 2022 in Doha, Qatar. (Photo by Alex Pantling/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stjarna enska landsliðsins var steinhissa eftir að hafa frétt af landsliðshópi Englands sem mun ferðast í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar.

Frá þessu greinir Telegraph en miðillinn segir að þessi ákveðni aðili hafi heimtað að fá að ræða við landsliðsþjálfarann sjálfan, Gareth Southgate.

Leikmaðurinn er ekki nafngreindur en hann var mjög hissa á að Jack Grealish hefði ekki verið valinn í 26 manna lokahópinn fyrir keppnina.

Það kom mörgum á óvart er Grealish var ekki valinn en hann er leikmaður Manchester City sem vann Englandsmeistaratitilinn í ár.

Telegraph segir að leikmaðurinn hafi beðið Southgate um að útskýra ákvörðunina fyrir framan liðsfélaga sína en Grealish var sjálfur miður sín eftir að hafa heyrt af fréttunum.

Southgate reyndi sitt besta til að svara fyrir sig fyrir framan landsliðsmennina en hvort andinn í hópnum verði eðlilegur í Þýskalandi verður að koma í ljós á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“