Toni Kroos hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid en hann mun svo sannarlega ekki yfirgefa fótboltann.
Kroos ætlar að leggja skóna á hilluna eftir Evrópumótið með Þýskalandi í sumar.
Kroos greinir frá því að hann ætli strax út í þjálfun og verði hluti af unglingastarfi sem hann ætlar að setja af stað
Kroos er einn besti miðjumaður fótboltans síðustu ár en þrátt fyrir að Real hafi viljað halda honum þá vildi Kroos hætta á sínum forsendum.