Eigendur Manchester United eru efins með það að reka Erik ten Hag úr starfi. Yfirferð félagsins yfir tímabilið er enn í gangi.
Manchester Evening News fjallar um málið og segir að Ten Hag sjálfur komi ekki nálægt þeirri yfirferð.
Þetta hefur staðið yfir í um tvær vikur en Ten Hag er í sumarfríi og bíður svara um framtíð sína.
Margir hafa verið orðaður við starfið en Sir Jim Ratcliffe og hans fólk fer yfir málið, þeir vilja ekki reka Ten Hag nema að vera með kost sem þeir telja að sé betri.
Segir í umfjöllun MEN að Gareth Southgate sé ofarlega á blaði en hann vilji ekki ræða málin fyrr en eftir Evrópumótið, eftir því getur United varla beðið.