fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Sturlun í Fagralundi í gærkvöldi – Einn ótrúlegasti viðsnúningur í sögu fótboltans á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að einhver ótrúlegasti fótboltaleikur í langan tíma hafi farið fram í Fagralundi í Kópavogi í gær þegar KFK og Víðir mættust í 3. deild karla.

Allt stefndi í góðan 2-0 sigur KFK en komið var fram í uppbótartíma þegar allt fór í klessu hjá heimamönnum.

Víðis menn skoruðu þrjú mörk í uppbótartíma en það er sjaldséð að lið fái á sig þrjú mörk þegar komið er fram í uppbótartíma.

Einar Örn Andrésson skoraði fyrsta mark Víðis á 93 mínútu og mínútu síðar var Einar mættur aftur og jafnaði leikinn.

Það var svo á 96 mínútu sem Daniel Beneitez Fidalgo mætti og tryggði Víði sigurinn. Þrjú mörk á fjórum mínútum tryggðu Víði sigur í ótrúlegum leik.

KFK er með eitt best mannaða lið 3. deildarinnar en liðið fer illa af stað í deildinni og er með sex stig eftir sex leiki en Víðir er með 13 stig í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona