Íslenska karlalandsliðið lenti í umferðarteppu í London og kom töluvert seinna en áætlað var á Wembley, þar sem liðið mætir Englandi nú klukkan 18:45.
„Það var bara umferð. Við lögðum af stað samkvæmt ráðleggingum en svo var bara mikil umferð,“ segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Íslands, við Stöð 2 Sport.
„Þetta var ekki undirbúningurinn sem við vildum en við þurftum að nýta tímann í rútunni og vinna hratt.“
Um er að ræða vináttulandsleik, en þetta er síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi. Ljóst er að verkefnið í kvöld verður strembið.