KAA Gent í Belgíu hefur staðfest kaup sína á Andra Lucasi Guðjohnsen en hann er keyptur til félagsins frá Lyngby í Danmörku.
Andri gerði fjögurra ára samning við Gent en félagið borgar 450 milljónir króna fyrir framherjann öfluga.
Andri er 22 ára gamall en hann byrjaði á láni hjá Lyngby á tímabilinu en danska félagið keypti hann svo.
Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen og afi hans Arnór Guðjohnsen spiluðu báðir í Belgíu á ferlum sínum og var Arnór stjarna hjá Anderlecht.
„Kaupin á Andra er fyrsta verkefnið sem nýtt teymi félagsins fer í gegnum,“ segir Arnar Þór Viðarsson nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Gent.
Arnar Þór var landsliðsþjálfari þegar Andri lék sína fyrstu A-landsleiki. „Ég þekki Andra vel, hann er framherjar með nef fyrir mörkum og sterkur í teignum.“