fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Staðfesta kaupin á Andra á 450 milljónir – Arnar Þór fer fögrum orðum um hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KAA Gent í Belgíu hefur staðfest kaup sína á Andra Lucasi Guðjohnsen en hann er keyptur til félagsins frá Lyngby í Danmörku.

Andri gerði fjögurra ára samning við Gent en félagið borgar 450 milljónir króna fyrir framherjann öfluga.

Andri er 22 ára gamall en hann byrjaði á láni hjá Lyngby á tímabilinu en danska félagið keypti hann svo.

Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen og afi hans Arnór Guðjohnsen spiluðu báðir í Belgíu á ferlum sínum og var Arnór stjarna hjá Anderlecht.

„Kaupin á Andra er fyrsta verkefnið sem nýtt teymi félagsins fer í gegnum,“ segir Arnar Þór Viðarsson nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Gent.

Arnar Þór var landsliðsþjálfari þegar Andri lék sína fyrstu A-landsleiki. „Ég þekki Andra vel, hann er framherjar með nef fyrir mörkum og sterkur í teignum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu