Svo virðist sem gamalt myndband af Cristiano Ronaldo syngja hafi nú komið upp á yfirborðið. Það er vakin athygli á þessu í breskum miðlum.
Í myndbandinu, sem er úr auglýsingu portúgalska bankans Banco Espirito Sanro frá 2009, syngur Ronaldo lagið Amor Mio eftir Julio Iglesias.
„Hann spilar fótbolta eins og engill en spilar líka eins og engill,“ skrifar einn netverji hissa og fleiri tóku undir.
„Af hverju er ég grátandi? Hann er með rödd engils,“ skrifaði annar.
Það er spurning hvort Ronaldo, sem er orðinn 39 ára gamall, hafi gaman að því að myndbandið sé nú aftur í dreifingu en hann fær litlu ráðið um það.
Kappinn undirbýr sig nú af krafti fyrir EM í Þýskalandi með portúgalska landsliðinu.
Hér að neðan má sjá myndbandið.