Turner gekk í raðir Forest frá Arsenal eftir eitt tímabil í London, þar sem hann var varamarkvörður.
Bandaríkjamaðurinn var sóttur til Forest til að vera aðalmarkvörður en slakar frammistöður gerðu það að verkum að hann var kominn á bekkinn þar líka.
Athletic segir að félög í MLS-deildinni séu áhugasöm og að Turner gæti farið þangað. Hann kom til Arsenal frá New England Revolution fyrir um tveimur árum.
Það er þó ekki víst að Forest sé til í að láta Turner frá sér ódýrt, en hann kostaði félagið 10 milljónir punda í fyrra og er samningsbundinn til 2027.