Jarel Hato öflugur varnarmaður Ajax ætlar ekki að fara frá félaginu í sumar þrátt fyrir að mörg stórlið hafi áhuga á honum.
Vinstri bakvörðurinn er ungur að árum en hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína undanfarið.
Hato er 18 ára gamall en Manchester United og Arsenal hafa sýnt honum mikinn áhuga.
„Ég spila eitt tímabil með Ajax í viðbót,“ sagði Hato í viðtali við fjölmiðla í Hollandi.
„Ég er ekki hættur að læra, ég vil vinna titla með Ajax. Það er draumurinn minn.“