„Auðvitað er þetta best í heimi,“ segir Arnór Sigurðsson atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Íslands. Hann fer þar yfir það að þegar illa gengur í boltanum snúist lífið lítið um þá peninga sem þar eru í boði.
Arnór ræddi málið við Chess after dark hlaðvarpið en Arnór er leikmaður Blackburn á Englandi en hann hefur einnig spilað í Rússlandi, Svíþjóð og á Ítalíu.
Arnór er 25 ára gamall og hefur þénað mikla fjármuni bæði í Rússlandi og nú á Englandi, lífið leikur við hann en þegar á móti blæs þá veit hann hvað skiptir mestu máli.
„Það er best í heimi að vera fótboltamaðurinn, þetta er draumurinn. Þú ert að lifa drauminn en það sem fylgir þessu er eitthvað sem þú býst ekki við,“ segir Arnór.
„Ég hugsa það oft þegar það koma svona dagar þar sem maður er langt niðri. Þá fer ég að hugsa út í það að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.“
Þá eru það ekki peningarnir sem koma upp í huga Arnórs. „Maður hugsar um vini og fjölskyldu, maður hugsar ekki um peninga.“
„Það er það sem ég hef lært á stuttum ferli hvað er það sem skiptir máli.“
@chessafterdarkÞað sem fylgir þessu er eitthvað sem þú býst ekki við