Paul Gascoigne einn besti knattspyrnumaður sem England hefur alið af sér hefur upplifað erfitt líf þar sem hann hefur barist við áfengis og fíkniefnavanda.
Gazza hefur farið í margar meðferðir til að reyna að komast á beinu brautina en ekki oft náð að halda það út.
Gascoigne er á góðum stað í dag og mætti í hlaðvarpið Rest is Football þar sem Gary Lineker, Micah Richards og Alan Shearer fara yfir málin.
Gazza hafði á ferli sínum val um að fara til Manchester United eða Tottenham og valdi það að ganga í raðir Tottenham.
„Fólk spyr mig reglulega að því hvort lífið hefði orðið öðruvísi ef ég hefði skrifað undir hjá Manchester United, hvort ég hefði haldist á beinu brautinni?;“ sagði Gazza í þættinum.
Þeir sem stjórnuðu þættinum áttu ekki von á því sem kom næst en þar fór Gazza yfir mörg af erfiðustu málunum sem hafa komið upp í herbúðum United.
„Eric Cantona tók tveggja fóta tæklingu á áhorfanda, Wayne Rooney svaf hjá ömmu og Ryan Giggs fór að ríða konu bróður síns.“
„Ég hefði líklega passað vel þarna inn,“ sagði Gazza og þeir sem stýrðu þættinum gjörsamlega sprungu úr hlátri.
Gazza on whether a move to Man United would’ve kept him on the straight and narrow. Unbelievable 😂😂 pic.twitter.com/m4NHubenzm
— 𝘿𝙄𝙂𝘽 (@_DIGB) June 5, 2024