Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo virðast elska lífið í Sádí Arabíu svo mikið að þau fara líka í sumarfrí þar.
Ronaldo og frú hafa síðustu daga verið við Rauða sjóinn í Sádí Arabíu þar sem verið er að byggja upp eitt flottasta svæði í heimi.
Sádarnir vilja verða öflugir í ferðamannaiðnaði og verður þetta verkefni eftirsótt af ríku og frægu fólki
Georgina hefur verið með myndavélina á lofti í þessu frí og deilt mikið af kynþokafullum myndum af sér.
Georgina og Ronaldo hafa átt farsælt samband síðustu ár en þau byrjuðu saman þegar hann lék á Spáni, síðan hefur fjölskyldan búið á Ítalíu, Englandi og nú Sádí Arabíu.
Ronaldo fær ekki langt frí því hann er að mæta til æfinga hjá landsliði Portúgals og verður klár í slaginn fyrir Evrópumótið í sumar,