Manchester United hefur staðfest að Mason Greenwood sé aftur orðinn leikmaður félagsins en hann hefur formlega kvatt leikmenn og starfsmenn Getafe.
United mun í sumar taka ákvörðun um framtíð Greenwood sem er 22 ára gamall framherji.
Hann var á láni hjá Getafe á Spáni á þessu tímabili og spilaði vel, fjöldi félaga vill kaupa hann og United hefur áhuga á selja hann.
United vildi ekki spila Greenwood síðasta haust eftir að lögregla felldi niður rannsókn á honum. Hann var undir grun um gróft ofbeldi í nánu sambandi.
Greenwood fann taktinn á Spáni og hefur hann gefið það út að líklega verði hann ekki áfram hjá Getafae.
Greenwood er mest orðaður við Atletico Madrid en ekki er útilokað að United taki slaginn og spili Greenwood á næstu leiktíð.