Manchester United hefur staðfest að hið minnsta sjö leikmenn fari frá félaginu í lok mánaðar þegar samningar þeirra eru á enda.
Vitað var að Anthony Martial og Raphael Varane færu báðir nú þegar samningar þeirra eru á enda.
United staðfestir einnig að Brandon Williams fái ekki boð um nýjan samning en hann hefur verið hjá félaginu frá níu ára aldri og spilað 51 leik fyrir aðalliðið.
United segir að samtal eigi sér stað við Jonny Evans og Tom Heaton um nýja samninga og búið sé að bjóða Omaro Forson nýjan samning. Forson er sagður ætla að hafna honum.
Viðræður við Shola Shoretire um nýjan samning eiga sér stað en Charlie McNeill fer frá félaginu en hann hafði komið við sögu hjá aðalliðinu.
Þá fara þeir Marcus Lawrence og Kie Plumley en þeir fá ekki boð um nýja samninga.
Tom Huddlestone sem verið hefur spilandi aðstoðarþjálfari U21 árs liðs félagsins fer einnig nú þegar samningur hans er að renna út.