fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Tómas segir þetta hafa verið það versta sem hann hefur séð – „Bara hrottalegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarleikur KR gegn Val í Bestu deild karla á mánudag var ekki merkilegur. Margir hafa gagnrýnt liðið og þar á meðal Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára.

KR komst í 2-0 í Reykjavíkurslagnum en þá hrundi allt hjá Vesturbæingum. Valur sneri dæminu algjörlega við og leiddi 2-4 í hálfleik. Leiknum lauk 3-5.

„Þá byrjar einhver ótrúlegasta frammistöða einnar varnarlínu, ég ætla bara að segja í sögu fótboltans. Þetta var KR í gær og Brasilía á heimavelli gegn Þýskalandi. Þeir voru ekkert eðlilega lélegir,“ sagði Tómas um fyrri hálfleik KR-inga á mánudag í Innkastinu á Fótbolta.net.

„Rúrik Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Axel Óskar Andrésson og Aron Kristófer Lárusson. Þetta er bara það lélegasta sem ég hef séð. Þeir voru hreint út sagt ömurlegir.“

Tómas lýsti því nánar hvað hann átti við.

„Hvernig þeir spiluðu, létu boltann skoppa. Þeir voru grasliðið en litu út fyrir að hafa aldrei séð gras á ævinni. Ábyrgðaleysi, samskiptaleysi, lengd á milli lína. Þetta var bara hrottalegt.“

KR-ingar hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarið. Liðið er í áttunda sæti með 11 stig og margir velta því fyrir sér hvort starf þjálfarans Gregg Ryder sé í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð