Manchester City hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni og segir regluverk deildarinnar um fjármál ekki eðlileg.
CIty telur reglur um fjármögnun óeðlilega og virðist félagið vilja hafa hlutina þannig að félagið geti sótt fjármuni frá eigendum sínum og nýtt í reksturinn.
FFP kemur í veg fyrir það og geta félög ekki eytt um efni fram í dag, eyðsla þarf að haldast í við tekjur en City vill geta sótt í botnlausa vasa Sheikh Mansour sem á félagið.
CIty telur að enska deildin eigi að breyta reglum þar sem það þarf 2/3 af liðum til að knýja fram breytingar. Þá telur City að reglurnar um fjármál séu gerðar til þess að hjálpa liðum í London sem eiga auðveldara með að sækja sér tekjur.
City segir að deildin fari fram með harðstjórn meirihlutans að vopni og telur félagið sig vera beitt órétti.
Þetta eru nýjar vendingar í þessum málum en enska deildin hefur ákært City í 115 liðum fyrir brot á reglum um fjármál.