fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þetta eru ástæður þess að City höfðar mál – Vilja komast í botnlausa vasa Sheik og telja nokkur lið fá forskot

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 08:23

Pep Guardiola og Sheikh Mansour / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni og segir regluverk deildarinnar um fjármál ekki eðlileg.

CIty telur reglur um fjármögnun óeðlilega og virðist félagið vilja hafa hlutina þannig að félagið geti sótt fjármuni frá eigendum sínum og nýtt í reksturinn.

FFP kemur í veg fyrir það og geta félög ekki eytt um efni fram í dag, eyðsla þarf að haldast í við tekjur en City vill geta sótt í botnlausa vasa Sheikh Mansour sem á félagið.

CIty telur að enska deildin eigi að breyta reglum þar sem það þarf 2/3 af liðum til að knýja fram breytingar. Þá telur City að reglurnar um fjármál séu gerðar til þess að hjálpa liðum í London sem eiga auðveldara með að sækja sér tekjur.

City segir að deildin fari fram með harðstjórn meirihlutans að vopni og telur félagið sig vera beitt órétti.

Þetta eru nýjar vendingar í þessum málum en enska deildin hefur ákært City í 115 liðum fyrir brot á reglum um fjármál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona