Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt því áhuga að ráða Vincent Kompany til starfa undanfarið ár eða svo. Þetta segir faðir knattspyrnustjórans.
Kompany yfirgaf Burnley á dögunum til að taka við Bayern Munchen. Undir stjórn Kompany hafði Burnley unnið ensku B-deildina en svo féll liðið úr ensku úrvalsdeildinni í ár.
„Það kom öllum á óvart að hann tæki við Bayern, en ekki mér. Ef þú horfir til þess hvaða félög höfðu þegar sýnt honum áhuga, Tottenham og Chelsea í fyrra og núna Brighton. Chelsea sýndi svo aftur áhuga,“ segir faðir hans, Pierre.
Hann segir enn fremur að sonur sinn hafi ekki getað hafnað félagi eins og Bayern.
„Þegar svona félag, sem er svo vel strúktúrerað á öllum sviðum, heyrir í þér segirðu ekki nei.“