Cristiano Ronaldo hefur sett mörg met innan vallar en hann setti eitt met á Instagram nú á dögunum.
Portúgalinn setti þá athugasemd undir færslu Kylian Mbappe, þar sem hann tilkynnti um skipti sín frá Paris Saint-Germain til Real Madrid.
„Hlakka til að sjá þig lýsa upp Barnabeu,“ skrifaði Ronaldo undir færsluna, en hann spilaði auðvitað með Real Madrid í fjölda ára.
Ansi margir hafa sett like við þessa athugasemd Ronaldo, eða um fjórar milljónir manna. Það er met á Instagram.
View this post on Instagram