fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Real Madrid biður liðsfélaga Hákonar um að samþykkja ekki að fara til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Leny Yoro frá Lille í sumar en miðlar á Spáni segja enska félagið fá samkeppni um hann frá Real Madrid.

Um er að ræða 18 ára gamlan miðvörð sem spilaði lykilhlutverk í liði Lille á leiktíðinni þrátt fyrir ungan aldur.

United er til í að borga meira en 50 milljónir punda fyrir Yoro en Real Madrid vill einnig fá hann. Þar á bæ flýta menn sér þó hægt og vilja að leikmaðurinn ungi sýni þolinmæði. Spánverjarnir eru ekki klárir með tilboð strax.

Marca segir frá því að fulltrúar Real Madrid hafi sett sig í samband við umboðsmann Yoro og beðið þá um að samþykkja ekki að fara til United, tilboð frá Real Madrid komi á endanum.

Lille hafnaði í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Með liðinu leikur Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“