Það er allt komið í hund og kött á milli Kylian Mbappe og PSG en franska félagið neitar að borga honum laun og bónusa sem voru í samningi hans.
Mbappe á inni lanu hjá PSG fyrir apríl, maí og júní sem félagið ætlar ekki að borga honum..
Þá átti Mbappe að fá greiddan bónus í febrúar en þar sem hann vildi ekki framlengja samning sinn neitar félagið að borga.
Um er að ræða 70 milljónir punda eða 12,3 milljarða sem Mbappe á inni hjá PSG.
Ljóst er að málið fer fyrir dómstóla en Mbappe skrifaði formlega undir samning við Real Madrid í vikunni.