Liverpool staðfestir á vef sínum í dag að félagið hafi skilað inn lista af leikmönnum sem verða ekki áfram. Þar má finna Joel Matip og Thiago Alcantara en búið var að greina frá því að þeir færu frítt í sumar.
Báðir hafa verið mikið meiddir og því ákvað Liverpool að bjóða þeim ekki nýjan samning.
Félagið staðfestir einnig að þrír ungir menn sem hafa verið í kringum aðalliðið fari en það eru þeir Adam Lewis, Melkamu Frauendorf og Mateusz Musialowsk.
Þá fara nokkrir úr unglingaliði félagsins sem ekki fengu boð um að vera áfram en það eru Nathan Giblin, Francis Gyimah, Luke Hewitson, Niall Osborne og Cody Pennington
Liverpool staðfestir á vef sínum að félagið sé í viðræðum við Adrian um að vera áfram en hann hefur verið þriðji markvörður félagsins.