Eigendur Manchester United hafa síðustu daga verið að skoða stöðu félagsins og fara yfir tímabilið. Sú skoðun á að leiða í ljós hvort Erik ten Hag verði rekinn eða ekki.
Kjaftasagan á Englandi í dag er að mögulega verði Ten Hag rekinn í dag en slíkar sögusagnir fóru á kreik í gær.
Mark Goldbridge sem starfar hjá United Stand telur að ekki sé búið að taka ákvörðun um málið.
„Ef Garnacho veit þetta, þá veit allur klefinn þetta. Ef allur klefinn veit þetta þá myndum við vita að það væri búið að taka ákvörðun,“ segir Goldbridge en sagan á að koma frá Garnacho fjölskyldunni um að Ten Hag verði rekinn í dag.
Ljóst er að starf Ten Hag hangir á bláþræði eftir erfitt tímabil en sigur í enska bikarnum. Thomas Tuchel og Roberto de Zerbi eru mest orðaðir við starfið.
Nobody knows what’s going on with ten Hag! 🤷♂️ #mufc pic.twitter.com/sqFDtLqhZX
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) June 5, 2024