Fyrrum knattspyrnumaðurinn Gareth Bale leyfði aðdáendum að senda inn spurningar til sín á dögunum og þar kom ýmislegt áhugavert fram. Var hann meðal annars spurður út í sturlaðasta orðróm sem hann hefur heyrt um sig.
Bale, sem gerði garðinn frægan með Real Madrid og Tottenham á ferli sínum, var ekki lengi að svara þessari spurningu.
„Þegar ég var orðaður við Arsenal,“ sagði hann.
Það var slúðrað um hugsanleg skipti Bale til Arsenal í spænskum fjölmiðlum 2022 og þá hvatti fyrrum leikmaður Arsenal, Robert Pires, hann til að ganga í raðir félagsins árið 2019.
Bale hefði þó sennilega aldrei getað hugsað sér að fara til erkifjenda Tottenham í Arsenal.
"Jürgen Klopp said to me 'why did you do that?!' after I scored that overhead kick" 🫨
20 questions with @GarethBale11 ahead of the #UCLfinal pic.twitter.com/dNE29tX3HW
— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 1, 2024