Ummæli Rio Ferdinand fyrrum varnarmanns Manchester United á færslu hjá Bestu deildinni á Instagram vekja nokkra athygli.
Ferdinand sem er einn besti varnarmaður í sögu enska boltans er þar ansi sáttur með mark sem Toby King skoraði fyrir Vestra um helgina.
Ferdinand var ánægður með markið sem King skoraði í sigri Vesta á Stjörnunni á sunnudag.
Óvíst er hver tenging Ferdinand og King er en á Instagram er varnarmaðurinn fyrrverandi að fylgja King.
King ólst upp hjá West Ham sem er uppeldisklúbbur Ferdinand sem átti frábæran feril hjá United og með enska landsliðinu.
King er enskur sóknarmaður en umboðsmenn hanns eru CAA Stellar sem eru meðal annars einnig með Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri íslenska landsliðsmenn.