Birmingham er í stjóraleit eftir að hafa fallið úr ensku B-deildinni í vor og ljóst að liðið spilar í C-deildinni á næstu leiktíð. Nafn Frank Lampard er á blaði.
Það er vefmiðillinn Football Insider sem heldur þessu fram en Chelsea-goðsögnin Lampard hefur verið án starfs síðan hann var stjóri Chelsea til bráðabirgða í fyrra. Það var í annað skiptið sem hann stýrði Chelsea en hann hefur einnig verið hjá Derby og Everton sem stjóri.
Síðasta tímabil var algjört þrot hjá Birmingham. John Eustace var rekinn síðasta haust þrátt fyrir flott gengi og var liðið í umspilssæti um að komast upp í úrvalsdeildina. Wayne Rooney tók við en var rekinn eftir 15 leiki og hörmulegt gengi.
Birmingham, með fyrrum NFL-stjörnuna Tom Brady broddi fylkingar, vilja ráða annað stórt nafn ef marka má fréttir og hafa viðræður við Lampard átt sér stað.