Ísland er komið í 2-1 gegn Austurríki í leik liðanna í undankeppni EM.
Stelpurnar okkar komust í 1-0 í leiknum á 17. mínútu. Þar var að verki Hlín Eiríksdóttir en austurríska liðið jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.
Á 70. mínútu kom Hildur Antonsdóttir Íslandi hins vegar yfir á ný með glæsilegum skalla. Um tíu mínútur lifa leiks og staðan 2-1.
Hér að neðan er mark Hildar.
Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸
Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024