fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hildur um sigurmarkið: „Klúðraði dauðafæri í síðasta leik svo það var mjög fínt að ná inn marki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í undankeppni EM í kvöld og var að vonum sátt að leikslokum.

„Við ætluðum að fara í þennan leik til að vinna, vissum að það yrði vindur og við þekkjum það. Þetta eru kannski ekki skemmtilegir leikir til að horfa á en við tókum þrjú stig,“ sagði Hildur við 433.is eftir leik.

„Vindurinn hafði mikil áhrif. Við vorum með hann í fanginu í fyrri hálfleik en náðum að spila vel úr því. Í seinni erum við með hann í bakinu og þá fara margir boltar út af. En þegar við erum 2-1 yfir er allt í lagi að boltinn sé bara að fara út af.“

Hildur var spurð út í sigurmarkið og tilfinninguna í kjölfarið.

„Hún var mjög góð. Ég klúðraði dauðafæri í síðasta leik svo það var mjög fínt að ná inn marki í þessum leik,“ sagði hún létt í bragði.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar