Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í undankeppni EM í kvöld og var að vonum sátt að leikslokum.
„Við ætluðum að fara í þennan leik til að vinna, vissum að það yrði vindur og við þekkjum það. Þetta eru kannski ekki skemmtilegir leikir til að horfa á en við tókum þrjú stig,“ sagði Hildur við 433.is eftir leik.
„Vindurinn hafði mikil áhrif. Við vorum með hann í fanginu í fyrri hálfleik en náðum að spila vel úr því. Í seinni erum við með hann í bakinu og þá fara margir boltar út af. En þegar við erum 2-1 yfir er allt í lagi að boltinn sé bara að fara út af.“
Hildur var spurð út í sigurmarkið og tilfinninguna í kjölfarið.
„Hún var mjög góð. Ég klúðraði dauðafæri í síðasta leik svo það var mjög fínt að ná inn marki í þessum leik,“ sagði hún létt í bragði.
Viðtalið í heild er í spilaranum.