Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City hefur gefið því undir fótinn að hann fari til Sádí Arabíu í sumar eins og orðrómur hefur verið í gangi um.
De Bruyne er einn af þeim sem stórliðin í Sádí Arabíu hafa áhuga á að fá í sumar og hann virðist klár.
De Bruyne segir að tekjurnar í Sádí Arabíu séu slíkar að það verði að skoða málið.
„Ef ég spila í Sádí Arabíu í tvö ár, þá þéna ég alveg ótrúlegar upphæðir,“ sagði De Bruyne í samtali við fjölmiðla í Belgíu.
„Ég hef spilað sem atvinnumaður í 15 ár en líklega ekki náð upp í þá upphæð sem sem ég hef þénað hingað til.“
Hann segir að þetta verði að hugsa þeta. „Þú verður að skoða þetta og hvaða þýðingu svona tilboð hefur.“