Bróðir Soyfan Amrabat segir að samherji hans hjá Manchester United hafi ekki verið meiddur í úrslitaleik enska bikarsins heldur ekki viljað vera á bekknum.
Um er að ræða Casemiro en það vakti nokkra athygli að Casemiro var kynntur sem varamaður þegar byrjunarliðin voru opinberuð.
Skömmu síðar var Casemiro tekinn út úr hópnum og var sagt að hann væri meiddur en þetta segir Nordin Amrabat.
„Casemiro var ekki meiddur í enska bikarnum, hann komst að því að hann væri ekki í byrjunarliðinu,“ sagði Nordin Amrabat.
„Hann hugsaði með sér, ég verð frekar upp í stúku frekar. Hann var heill heilsu,“ segir Nordin en Sofyan Amrabat byrjaði leikinn og var frábær í sigri liðsins á Manchester City í úrslitaleiknum.