Frá því var greint fyrr í dag að Willum Þór Willumsson væri meiddur og gæti ekki verið með A landsliði karla í komandi vináttuleikjum við England 7. júní og Holland 10. júní.
Willum sem spilað frábærlega með Go Ahead Eagles í Hollandi síðustu tvö ár hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu undir stjórn Age Hareide.
Meiðsli Willums virðast þó ekki vera alvarleg því í dag var hann mættur í Fífuna í Kópavogi að leika sér með systkinum sínum í fótbolta.
„Systkinaást í Fífunni. Willums börn,“ skrifar Gunnleifur Gunnleifsson fyrrum markvörður Breiðabliks við færslu á X-inu þar sem mynd er börnunm í fótbolta.
Um er að ræða fjögur börn Willums Þórs Willumssonar ráðherra sem öll elska fótbolta. Willum er atvinnumaður líkt og bróðir hans Brynjólfur sem leikur í Noregi.
Willum hefur glímt við meiðsli síðustu vikur og hefur ekki náð heilsu fyrir landsleikina en meiðslin virka ekki alvarleg.