Eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu er Jadon Sancho klár í að snúa aftur til Manchester United en bara ef Erik ten Hag verður rekinn.
Sancho var lánaður til Dortmund í janúar eftir að hafa lent í stríði við Erik ten Hag stjóra liðsins.
Ten Hag bannaði Sancho að æfa með liðinu í fjóra mánuði áður en hann var lánaður út.
Það kemur í ljós í vikunni hvort Ten Hag verði rekinn eða ekki, þar með gæti framtíð Sancho komist á hreint.
Sancho var keyptur til United frá Dortmund fyrir þremur árum en aldrei náð flugi hjá United en gæti komið til baka hjá nýjum stjóra.