Cristiano Ronaldo hefur hringt í tvo fyrrum liðsfélaga sína, með það að markmiði að sannfæra þá um að koma til Al-Nassr.
Það er spænski miðillinn Marca sem heldur þessu fram en leikmennirnir sem um ræðir eru Nacho hjá Real Madrid og Casemiro hjá Manchester United.
Nacho er að renna út á samningi hjá Real Madrid, en hann hefur átt glæstan feril með félaginu sem hann hefur leikið með alla ævi. Honum lauk með sigri á Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag.
Varnarmaðurinn hefur verið orðaður við MLS-deildina en Ronaldo reynir að lokka hann til Sádí.
Casemiro hefur hins vegar átt afleitt tímabil með United og þykir næsta víst að hann fari í sumar.
Miðjumaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við sádiarabísku deildina og vill Ronaldo passa að hann velji rétt þar.
Al-Nassr vann ekki neinn titil á leiktíðinni og vill félagið koma í veg fyrir að það gerist aftur.