fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ræddu kjaftasögur og framtíðina í Vesturbæ í beinni útsendingu – „Væri það ekki það versta sem gæti gerst fyrir hann?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2024 21:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Gregg Ryder var til umræðu í Stúkunni á Stöð2 Sport í kvöld eftir 3-5 tap gegn Val á heimavelli. KR hefur náð í eitt af fimmtán mögulegum stigum á heimavelli í sumar.

Ryder er á sínu fyrsta tímabili með KR en liðið er með ellefu stig eftir níu leiki og er fjórtán stigum á eftir toppliði Víkings.

„Það hefur ekki farið framhjá neinum að eftir að Óskar Hrafn sagði upp þá hefur pressan aukist á Gregg Ryder, kannski af því að Óskar er uppalinn í Vesturbænum og var orðaður við KR síðasta haust,“ sagði Guðmundur Benediktsson á Stöð2 Sport í kvöld.

Rúnar Kristinsson var látinn fara úr starfi hjá KR en stjórnendur félagsins vildu fá Óskar Hrafn Þorvaldsson til starfa en hann fór til Noregs en sagði svo upp þar.

„KR er búið að fá á sig nítján mörk í þessum fyrstu níu leikjum, Rúnar Kristinsson fór í Fram og lagaði varnarleikinn þar en varnarleikur Fram er mættur í Vesturbæinn,“ sagði Gummi Ben.

Baldur Sigurðsson telur að KR eigi ekki að reka Ryder úr starfi strax, félagið þurfi að treysta á þá hugmyndafræði sem Ryder seldi þeim þegar hann fékk starfið. „Mér finnst það alltof snemmt að tala um starfið, hann talar um að treysta vegferðinni. Þjálfarar gera þetta, koma með leikfræði og hugmyndir. Eitthvað hefur hann gert þegar KR ræður hann, hugmyndafræði sem hefur bara skilað ellefu stigum. Það hlýtur að vera pressan sem þeir ráða ekki, ég trúi ekki öðru en að þessi hugmyndafræði sem þeir fóru af stað með verði að fá tíma.“

Guðmundur Benediktsson ræddi þá sögu um Óskar Hrafn og KR. „Það voru fréttir og sögusagnir um að Óskar Hrafn væri á leið í að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Væri það ekki það versta sem gæti gerst fyrir Gregg Ryder?,“ sagði Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus