Bruno Fernandes er áfram orðaður við brottför frá Manchester United þrátt fyrir að hafa blásið á slíka orðróma á dögunum.
Portúgalinn sagði á dögunum að hann yrði áfram í herbúðum United en miðlar í heimalandi hans orða hann nú við Bayern Munchen. Er því haldið fram að umboðsmaður hans hafi rætt við þýska félagið um hugsanleg skipti þangað.
Þá kemur einnig fram að Barcelona fylgist með gangi mála hjá Fernandes.
Enn fremur segir breski miðillinn The Sun að fyrirliðinn skoði það að fara frá United eftir fjögur og hálft tímabil þar.
Fernandes hefur verið hvað besti leikmaður United undanfarin ár og yrði eðlilega reiðarslag að missa hann. Sem fyrr segir hefur hann sjálfur þó haldið því fram að hann verði áfram.